Lasertag

Komdu í Lasertag í Smárabíói!


Smárabíó býður uppá fjölbreyttasta og mest spennandi úrval landsins í lasertag. Hér finna allir eitthvað við sitt hæfi, en Smárabíó hefur 3 lasertag velli og er einn af þeim í sýndarveruleika. Auk þess bjóðum við uppá spennandi möguleika í lasertag utandyra og getum líka mætt með lasertag í partíið, á vinnustaðinn eða á það svæði þar sem hópar vilja skapa ógleymanlega stemmingu.

Blacklight lasertag
Klassíkt lasertag með blacklight ljósum, reykvél og fullkomnasta lasertag búnaði heimsins í dag. Hér geta allt að 20 leikmenn spilað saman annað hvort sem lið eða “allir á móti öllum”. Eftir leikinn er prentað út skorkort þar sem hægt er að sjá hver skaut hvern, hversu mörgum kalkoríum var brennt, í hvaða sæti leikmenn lentu og í hverju leikmenn voru bestir. Salurinn er 200fm2 á tveimur hæðum og inniheldur turna, völundarhús og fleiri þrautir.

Junkyard lasertag – Battle Royale
Taktu þáttt í æsispennandi lasertag bardögum á glænýju lasertag svæði í Smárabíó. Svæðið er byggt upp í anda framtíðarborgar sem hefur hrunið og er ruslahaug líkust. Á svæðinu eru allskyns byggingar t.d. völundarhús, gámur sem hægt er að fela sig inní, alvöru bíll, lítill kastali og vatnstankar. Hér er áherslan lögð á lasertag í Battle Royale stíl þar sem allt að 16 leikmenn byrja leikinn með takmarkaðan fjölda lífa og svo er barist þar til einn leikmaður eða eitt lið stendur uppi sem sigurvegari. Svæðið er mjög opið og geta þeir sem detta útúr leiknum séð inná svæðið, haldið áfram að fylgjast með leiknum og látið liðsmenn sína vita hvar óvinirnir fela sig eða hvatt þá áfram. Hægt er að spila Battle Royale sem allir á móti öllum eða í liðum og er hægt að ráða fjölda lífa (1-99) og jafnvel takmarka fjölda skota 1-999).

Hver leikur er 12 mínútur.

Við bjóðum upp á stór skemmtileg hópa- og afmælistilboð í Lasertag sem hentar 6 ára og eldri. Til að bóka afmæli í Lasertag smelltu þá hér.

Við bjóðum einnig upp á Mantiz útilasertag. Fyrir nánari upl smellið hér

Fyrir almennar fyrirspurnir er hægt að senda okkur línu á smarabio@smarabio.is