Leikjameistarinn


Leikjameistarinn er stærsti og flottasti pakkinn sem Smárabíó býður upp á þar sem keppt er í öllum skemmtilegustu tækjunum eins og Speed of Light, Lasertag, Beerball, Fruit Ninja, körfubolta og margt fleira.

Hópnum er skipt í lið og kýs hvert lið liðsstjóra. Starfsmenn Smárabíós sjá um að skrá stigin niður og krýna svo sigurvegara. Leikjameistarinn er æsispennandi keppni þar sem reynir á leiðtogahæfileika liðsstjóra, velja þarf bestu liðsmenn til að keppa í hverri þraut fyrir sig og svo skiptir hvatning liðsfélaga öllu máli til að komast á toppinn.
Í boði er að panta pizzu og bjór/gos með Leikjameistaranum. Starfsmaður Smárabíós fylgir ykkur allan tímann í gegnum keppnina og sér til þess að allt gangi vel.

Fyrir almennar fyrirspurnir er hægt að senda okkur línu á pantanir@smarabio.is 

Vinsamlegast fyllið út formið hér að neðan til að panta leikjameistarann: