Námskeið

Vertu betri rafíþróttamaður á spennandi námskeiði í Smárabíó

Smárabíó býður uppá spennandi helgarnámskeið í rafíþróttum á glæsilegu rafíþróttasvæði bíósins í Smáralind. Þjálfari námskeiðisins er Bjarki Már Sigurðsson, yfirþjálfari Fylkis í rafíþróttum. Á námskeiðinu er lögð áhersla á að verða betri í ákveðnum leikjum, auk þess að huga að hraustari líkama og sál. Spilað er á PlayStation tölvur.
Námskeiðið er 7 klukkutímar samtals og endar það á skemmtlegri útskriftarveislu þar sem meðal annars er farið í sýndarveruleika og lasertag. Eftir námskeiðið fá þátttakendur útskriftarskírteini og æfingar til að taka með sér heim.

Einstakt tækifæri til að verða betri í leiknum, kynnast öðrum spilurum og læra nýjar aðferðir.

Hlökkum til að sjá ykkur!


Tímasetningar í boði:
Minecraft námskeið / 26. – 28.febrúar
Fortnite námskeið / 26. – 28.febrúar
Rocket League námskeið / 12. – 14. mars
Blandað námskeið / 12. – 14.mars
*Takmarkað pláss í boði

ATH Bendum fólki á að klára öll skrefin í skráningarferlinu.

Verð
- 15.990 kr á hvern þáttakanda
- Systkinaafsláttur er 15% fyrir annað barnið- 
- Þátttökugjald er greitt áður en námskeið hefst.
- Innifalið í verði: Þjálfun, skemmtun og veitingar í útskriftarveislu, heimverkefni• Innifalið í verði: Þjálfun, skemmtun og veitingar í útskriftarveislu, heimverkefni

Skilmálar
- Ekki er hægt að skrá börn á námskeiðið í gegnum síma. Starfsfólk skrifstofu geta þó leiðbeint símleiðis í síma 564-0000 ef forráðamenn eru við nettengda tölvu.
- Ef það þarf að afskrá barn þarf afskráning að berast á namskeid@smarabio.is ekki síður en 5 virkum dögum áður en námskeiðið hefst. Berist afskráningin of seint eða ekki er látið vita, áskilur Smárabíó sér rétt til að innheimta námskeiðsgjöld að fullu, eða eiga námskeiðsgjaldið inni, fyrir öðru námskeiði sama ár.
- Ef öll pláss fyllast er tekið við umsóknum á biðlista. Látið verður vita með viku fyrirvara hvort það losni.
- Smárabíó áskilur sér rétt til notkunar á myndum af þátttakendum í starfi og viðburðum á meðan námskeiðinu stendur. Öll nærgætni og varúð við myndbirtingar eru í samræmi við lög og reglur presónuverndar