RafíþróttasvæðiÍ Smárabíó er rafíþróttasvæði sem hægt er að spila tölvuleiki á borð við Fifa, Fortnite, Call of Duty, Gran Turismo Sport, Fall Guys og fleiri. Á svæðinu eru PlayStation 4 tölvur sem gestir okkar geta leigt í ákveðinn tíma og spilað alla nýjustu leikina, en auk þess er svæðið fullkomið fyrir hópa til að spila saman eða til að halda uppá afmælið.

Hægt er að bóka Fifa afmæli, en þá keppa afmælisgestir í Fifa. Starfsmenn Smárabíós setja upp mótið og halda utan um það. Sigurvegarinn fær sérprentaða Fifa treyju í verðlaun. Mótið er sett upp í takt við tímalengd afmælis og fjölda gesta.

Fifa mótið er líka tilvalið fyrir vinahópa, vinnustaði og fleiri sem vilja hittast og keppa. Einnig er hægt að halda mót og keppa í öðrum leikjum ef þess er óskað.

Starfsfólk Smárabíós er til taks til að skipuleggja mót í leikjunum og vera gestum innan handar.

Smárabíó bíður upp á að panta Pizzur eða aðrar veitingar fyrir afmælið eða hópinn.  

Bókaðu fyrir þinn hóp hér að neðan og spilaðu heitustu tölvuleikina í Smárabíó!