Skemmtisvæði

image

VR Flóttaleikir

Smárabíó býður uppá Escape í sýndarveruleika í samvinnu við Ubisoft. Flóttaleikirnir frá Ubisoft eru svo miklu meira en tölvuleikir. Þeir eru í raun stórbrotin ævintýri sem þau upplifa í fullkomnum sýndarveruleika. Upplifunin er eins og að vera staddur í öðrum heimi þar sem þú ert hetjan og þarft að fara í gegnum aðstæður sem væru alltof hættulegar eða hreinlega ómögulegar í okkar raunverulega lífi.

Athugið að við tökum á móti Ferðagjöf stjórnvalda.

Verðlisti

1 leikur

3.990 kr. á mann

image

Virtualmaxx

Í fyrsta skipti á Íslandi er boðið uppá Virtualmaxx VR upplifun sem er sérsniðin fyrir hópa. Leikmenn hverfa inní sýndarveruleika og þurfa að stökkva þar um og skjóta á andstæðinga sína. Allt að fjórir geta keppt saman í Virtualmaxx sem er einstök upplifun. Þegar leik er lokið prentast út stigaspjöld þar sem leikmenn geta séð árangur sinn og borið saman við hina spilarana.

Athugið að við tökum á móti Ferðagjöf stjórnvalda.

Verðlisti

1 leikur

1.390 kr. á mann

image

Mantiz - Real life Battle Royal

Mantiz sameinar spilunina úr Battle Royal tölvuleikjum við lasertag. Mantiz er spilað utandyra og tengist appi í símum notenda. Þar sjá leikmenn yfirlitskort af landsvæðinu, staðsetja þar hring sem leikmenn verða að vera innan í líkt og í Fortnite og slíkum Battle Royale leikjum.

Hver leikmaður fær Mantiz byssu sem er búin “red dot” kíki og drífa byssurnar allt að 300 metra. Allt að 12 geta spilað í einu og gert það sem einstaklingar eða lið. Farðu með vinahópinn, skólafélagana eða fyrirtækið útúr húsi og spilið Battle Royale eins og gert er í Fortnite og slíkum leikjum.

Athugið að við tökum á móti Ferðagjöf stjórnvalda.

Verðlisti

2 klukkustundir
2.490 kr. á mann

image

LaserPlay

Litríkt og einfalt lasertag kerfi sem hentar hvar sem er. Leikmenn fá í hendurnar byssur og geta vaðið í bardaga hvar sem er, t.d. inní fyrirtækjum, skólastofum, vöruhúsum, heimilum, görðum og í raun allsstaðar þar sem fólk vill spila vandað lasertag. Byssurnar eru léttar (700 gr.), einfaldar í notkun og henta öllum aldurshópum. Allt að 16 geta spilað í einu, bæði sem einstaklingar eða lið...

Athugið að við tökum á móti Ferðagjöf stjórnvalda.

Verðlisti

2 klukkustundir

1.990 kr. á mann

image

Leikjameistarinn

Leikjameistarinn er stærsti og flottasti pakkinn sem Smárabíó býður upp á þar sem keppt er í öllum skemmtilegustu tækjunum eins og Speed of Light, Lasertag, Beerball, Fruit Ninja, þythokkí, körfubolta og margt fleira.

Hópnum er skipt í lið og kýs hvert lið liðsstjóra. Starfsmenn Smárabíós sjá um að skrá stigin niður og krýna svo sigurvegara. Leikjameistarinn er æsispennandi keppni þar sem reynir á leiðtogahæfileika liðsstjóra, velja þarf bestu liðsmenn til að keppa í hverri þraut fyrir sig og svo skiptir hvatning liðsfélaga öllu máli til að komast á toppinn.

Athugið að við tökum á móti Ferðagjöf stjórnvalda.

Verðlisti

Leikjameistari 1.0
2.790 kr. á mann

Leikjameistari 2.0
3.290 kr. á mann
Innifalið 1 drykkur á barnum (bjór eða léttvín)

image

Rafíþróttasvæði

Smárabíó hefur sett upp fullkomna aðstöðu til að stunda rafíþróttir og spila tölvuleiki!

Á rafíþróttasvæði Smárabíós setjum við upp keppnir í ýmsum tölvuleikjum s.s. FIFA, Fortnite og fleiri góðum. Mótin eru skipulögð af starfsfólki Smárabíós og er tími móta breytilegur eftir fjölda gesta.

Á rafíþróttasvæðinu er aðstaða til að slappa af á milli leikja og taka leik í þythokkí, boltasparki og fleiri spilakössum.

Athugið að við tökum á móti Ferðagjöf stjórnvalda.

Verðlisti

30 mínútur

690 kr.

1 klukkutími

1.190 kr.

2 klukkutímar

1.990 kr.

image

Leiktækjasalur

Í Smárabíói er glæsilegur leiktækjasalur þar sem allir geta haft gaman og hentar frábærlega fyrir afmæli fyrir alla aldurshópa! Spilasalurinn inniheldur fjölmörg skemmtileg tæki þar sem krakkarnir geta leikið sér í klukkustund áður en borðað er. Þetta er frábært eitt og sér en einnig góð hugmynd að bæta við viðbótum, svo sem lasertag, VR eða karaoke!

Tímakort fást í möttöku Smárabíós.

Athugið að kortið gildir einnig í eina ferð í Virtual Rabbids (innan tímamarka kortsins).

Athugið að við tökum á móti Ferðagjöf stjórnvalda.

Verðlisti

30 mínútur

995 kr.

1 klukkutími

1.575 kr.

image

Karaoke

Sláðu í gegn og bjóðið vina-/vinkonuhópnum í karaoke!

Karaokeherbergið í Smárabíói er útbúið fullkomnum græjum og eitt glæsilegasta sinnar tegundar á landinu. Borgað er fyrir klukkutíma eða tvo og veitingar eru greiddar eftir fjölda gesta. Í karaokegræjunni eru meira en 39.000 lög sem gestir geta spreytt sig á.

Athugið að við tökum á móti Ferðagjöf stjórnvalda.

Verðlisti

1 klukkutími

7.990 kr.

2 klukkutímar

13.990 kr.

Búðu til þitt eigið afmæli

Það er góð skemmtun að halda upp á afmæli í Smárabíói. Bjóddu vinum þínum eða farðu með alla fjölskylduna í hópferð í bíó/ lasertag / leikjasal eða kareoke í tilefni af afmælinu, áfanganum eða bara upp á gamanið!
Við bjóðum upp á frábær hópatilboð fyrir allan hópinn.

Veldu þitt afmæli