Gott að vita, Smárabíó
Gott að vita

Skemmtilegustu afmælin eru í Smárabío. Einstök tilboð til afmælishópa.
Hérna eru atrið sem gott er að hafa í huga ef þú heldur uppá afmæli í Smára- eða Háskólabíó.
Almennt um afmæli
-Mælt er með því að mæta 5 til 10 mínútum áður en afmælisgestir mæta til þess að hafa tíma til að koma sér fyrir á afmælissvæði og tala við þann strafsmann sem sér um afmælið.
-Öll afmælisbörn fá afmælisgjöf, þótt það séu 2 eða fleiri aðilar að halda saman, allir fá gjöf.
-Aðeins er greitt fyrir þann fjölda sem mætir. Lágmark þarf að greiða fyrir 10 manns.
Afmæli með pizzu
Tekið frá sér afmælissvæði.
-Utanaðkomandi veitingar eru ekki leyfðar fyrir utan kökur.
Allur borðbúnaður fylgir með þegar bókað er pizzuafmæli, borðbúnaðurinn sem fylgir er eftirfarandi;
-Skeiðar
-Diskar
-Glös
-Servíettur
Reiknað er með 2 pizzusneiðum á mann.
Hægt er að panta fyrirfram auka pizzur og fjölga sneiðum fyrir afmælisgesti.
Ef mikil forföll verða þarf að greiða fyrir auka pizzur.
Lasertagafmæli
-Gott er að hafa nafnalista yfir afmælisgesti meðferðis, það flýtir fyrir skráningu í lasertaginu
-Lasertagið tekur allt að 20 manns í einu og hver leikur tekur 12 mínútur nema um annað sé samið.
-ATH Ef bókað er fyrir 21 manns eða fleiri þá bætist við 190kr við manninn því þá fá afmælisgestir og afmælisbörn úthlutað leikjakort til að nota á meðan þeir bíða eftir lasertag leik.
Leikjaafmæli og leikjaviðbót
-Skila þarf öllum leikjakortum til starfsmanns eftir að tíminn rennur út.
-Allar tegundir af leikjakortum virka í öll tækin en aðeins einu sinni í Virtual Rabbits.
Afþreyingar viðbætur í boði fyrir afmæli
Lasertag
Leikjasalur, 30/60 mínútur
Karaoke, 30/60 mínútur
Rafíþróttaboxið, 30/60 mínútur
Skilmálar barnaafmælis
Smelltu hér til að prenta út afmælisboðskort
- Bíósýningar eru almennar sýningar og því almennur sýningartími.
- Foreldrar og forráðamenn bera fulla ábyrgð á börnunum og eru vinsamlegast beðin um að virða aðra gesti bíósins.
- Ráðlagt er að einn foreldri/forráðamaður hafi umsjón með 5-7 börnum, 12 ára og yngri.
- Ekki er heimilt að skilja börnin ein eftir inni í sal.
- Gestir eru á eigin ábyrgð að koma sér í salinn.
- Einungis er hægt að bóka afmælissvæði þegar tekið bókað er afmæli með pizzum frá okkur.
- Ekki er leyfilegt að mæta með utanaðkomandi veitingar nema bókað sé afmælissvæði s.s. afmæli með pizzum frá okkur.
- Í Smárabíó eru tekin frá sæti vegna sætavals.
- Í Háskólabíó eru tekin frá sæti vegna sætavals.
- Borgað er fyrir þá forráðamenn sem sitja sýningu.