Hópatilboð


Tilboð fyrir hópa

Smárabíó býður uppá fjölbreytt úrval af afþreyingu fyrir hópa, hvort heldur það séu vinahópar, vinnustaðahópar eða steggja- og gæsahópar. Í boði er hópaskemmtun í lasertag, VR, leikjasal, karaoke, á rafíþróttasvæði auk frábærra sérsniðna pakka fyrir fyrirtæki, veislur og aðra stærri hópa. Við erum með frábæra setustofu með bar þar sem hægt er að svala þorstanum milli leikja. Afþreyingarsvæðið er staðsett á 3. hæð Smáralindar, beint á móti inngangi Smárabíós.

Við bjóðum einnig upp á Leikjameistarann sem er stærsti og flottasti pakkinn sem Smárabíó býður uppá. Þar er keppt í liðum í öllum skemmtilegustu tækjunum okkar eins og Speed of Light, Lasertag, Beerball, Fruit Ninja, körfubolta og margt fleira. Starfsmaður Smárabíós fylgir ykkur allan tímann í gegnum keppnina og sér til þess að allt gangi vel. Leikjameistarinn er einstök skemmtun sem hristir hópinn vel saman.

Smelltu á myndina hér fyrir neðan til að kynna þér tilboðin okkar:


Fyrir barnamyndir er best að velja Barnaafmæli fyrir rétt tilboð (hvort sem um afmæli er að ræða eða ekki).