VR Flóttaleikir

Ertu til í spennandi áskorun?

Smárabíó býður uppá Escape í sýndarveruleika. Þeir eru í raun stórbrotin ævintýri sem þau upplifa í fullkomnum sýndarveruleika. Upplifunin er eins og að vera staddur í öðrum heimi þar sem þú ert hetjan og þarft að fara í gegnum aðstæður sem væru alltof hættulegar eða hreinlega ómögulegar í okkar raunverulega lífi.

Um flóttaleikina

Ertu tilbúin að taka þátt í flóttaleik í sýndarveruleika? Í þessum leikjum geta 1 til 6  spilarar (fer eftir leikjum) unnið saman og hafa að jafnaði 50 mínútur til að rata útúr hinum ýmsum þrautum. Leikmenn munu upplifa stórbrotið ævintýri. Ævintýri sem væri alltof hættulegt eða nánast ómögulegt að framkvæma í raunveruleikanum.

Smárabíó kynnir alvöru Halloween upplifun! 🎃👻😈

House of Fear

Það lítur allt út fyrir að húsið hafi verið yfirgefið fyrir löngu síðan, en er það rétt? Þú reynir að skilja hvað hefur gerst hér, en eina sem þú áttar þig á er að húsið er ekki að fara að sleppa þér svo auðveldlega. Þegar þú lítur í kringum þig eru hurðir og gluggar læstir, ekkert rafmagn og birtan af kertunum nægir rétt til að lýsa upp herbergin.
Hræðslan grípur um sig þargar þú fattar að þetta er gildra. Þú sérð skugga bregða fyrir í birtunni af kertunum... eða var þetta ímyndun?
Ertu klár í að sigrast á óttanum og komast að leyndardómum þessa hræðilega staðar?

Fjöldi leikmanna: 1 - 4
Spilunartími: 50 mínútur
Erfiðleikastig: Byrjendur

Sanctum

Heimur rithöfundarins H.P. Lovecraft er uppfullur af drungalegum stöðum og dularfullum verum sem í flestum tilfellum væri best að forðast. Þú færð bréf frá Önnu sem er góð vinkona og hefur verið að rannsaka mannshvörf í nærliggjandi skógum. Í bréfinu biður Anna þig um hjálp, en hún hefur horfið og ekki heyrst til hennar síðan. Það er nú í þínum höndum að bjarga henni.
Þú þarft að setja í gang þína eigin rannsókn. Það er tími til að heimsækja gamalt og yfirgefið klaustur þar sem aldargamall söfnuður hefur hreiðrað um sig. Þú þarft að leggja líf þitt og sál að veði þegar þú hittir fyrir dularfull öfl sem eru í klaustrinu. Til að finna út hvað varð um vinkonu þína og sleppa út lifandi þarftu að horfast í augu við hræðileg leyndarmál og leysa fornar þrautir.

Fjöldi leikmanna: 2 - 6
Spilunartími: 50 mínútur
Erfiðleikastig: Miðlungs

The Prison

Þú ert settur í fangelsi fyrir rangar sakir og þín bíður rafmagnsstóllinn. Þú hefur klukkutíma til að sleppa útúr fangelsinu og hreinsa nafn þitt. Flóttaplanið er klárt, allt sem til þarf er hugrekki, útsjónarsemi og hellingur af heppni. Tekst þér að sleppa út og hreinsa nafn þitt áður en það er of seint?

Fjöldi leikmanna: 2 - 6
Spilunartími: 50 mínútur
Erfiðleikastig: Erfiður

CyberPunk 

Það er upphaf 22. Aldar.
Samfélagið hefur hrunið í kjölfar mikils hraða í tækniframförum. Fólk er að bæta líkama sína með tækninýjungum og verða fyrir vikið svokallaðir „Cyborgs“. Stórfyrirtæki heyja upplýsingastríð við hvort annað, en upplýsingar eru vermætasta vara á markaði.
Þinn hópur er settur saman af Cyborgs sem allir hafa sína einstöku hæfileika og er markmiðið að stela sjaldgæfum gögnum frá áhrifamiklu stórfyrirtæki. Mikilvægt er að komast inní aðalbyggingu fyrirtæksins óséð og svo að komast í gagnageymslurnar og hlaða niður gögnunum.
Eina sem við lofum er að þetta verður allt annað en auðvelt...

Fjöldi leikmanna: 2 - 6
Spilunartími: 50 mínútur
Erfiðleikastig: Erfiður

Signal lost 


Fyrir fimm tímum síðan misstum við sambandið við rannsóknarstöðina „Asgard“ sem var á sporbaug um jörðina. Ekki nóg með það, heldur hefur rannsókarstöðin farið af braut og stefnir með hraðbyr á jörðina. Nái hún að brotlenda þar, munu milljónir deyja. Þú ert hluti af neyðarteymi sem þarf að komast um borð og koma kerfum rannsóknarstöðvarinnar í samt lag aftur. Til að þetta sé gerlegt er vitund neyðarteymisins tengd við vélmenni sem eru á tilraunastigi og voru sem betur fer í prófunum í nágrenni rannsóknarstöðvarinnar.
Hvað leynist í rannsóknarstöðinni? Hvert hvarf áhöfnin? Aðeins þú getur fundið svörin og gert við tölvukerfi stöðvarinnar og komið í veg fyrir stórslys.

Fjöldi leikmanna: 1 - 6
Spilunartími: 50 mínútur
Erfiðleikastig: Miðlungs


Survival


Þegar þið voruð að skipuleggja ógleymanlegt frí bjuggust þið ekki vð að það myndi breytast í martröð þar sem þú og vinir þínir þurfið að berjast fyrir lífi ykkar.
Á leiðinni í fríið slær eldingu niður í flugvélina og hún brotlendir nálægt eyðieyju í Kyrrahafinu. Talstöðin í flugstjórnarklefanum virkar ekki og því útilokað að senda neyðarkall. Hver veit hversu langan tíma það mun taka leitarflokka að finna ykkur...
Á meðan beðið er eftir því eruð þið í sjokki, hrædd og hungruð. Það eru engar vistir og ekkert nema villt náttúran. Veðrið er að versna og þið þurfið að leita skjóls. Leikmenn þurfa að hugsa út fyrir kassann til að lifa af. Skoða þarf allt á eyjunni og finna út hvernig hlutir geta nýst ykkur til að halda lífi.

Fjöldi leikmanna: 1 - 6
Spilunartími: 50 mínútur
Erfiðleikastig: Miðlungs

Jungle Quest

Á göngu um garðinn finnur þú hlið sem leiðir þig og vini þína inní dularfullan heim. Einstakur og heillandi staður þar sem dýr af öllum stærðum og gerðum eru áberandi, en hvernig getur þú komist aftur til baka?
Til að finna leiðina heim þarftu að leysa fjölmargar þrautir og rannsaka dularfulla veröld sem er samansett af fljótandi eyjum.

Fjöldi leikmanna: 2 - 6
Spilunartími: 50 mínútur
Erfiðleikastig: Miðlungs

Escape the Lost Pyramid

Árið 1928 leiddi Sir Beldon Frye leiðangur, en leiðangursmennirnir hurfu einhverstaðar á Sínaí-skaganum. Leiðangurinn samanstóð af fjórum leiðangursmönnum og aðstoðarmönnum þeirra, en þeir voru að leita að týnda píramídanum Nebka og fjársjóði sem hann hefur að geyma. Leiðangursmennirnir sáust alrei aftur. Nú þarf þitt teymi að setja sig í spor leiðangursmannanna með því að endurskapa minningar þeirra. Markmiðið er að finna út hvað gerðist og það sem mikilvægara er, að finna fjársjóðinn 

Fjöldi leikmanna: 2 - 6
Spilunartími: 50 mínútur
Erfiðleikastig: Byrjendur

Beyond Medusa’s Gate

Árið er 445 fyrir Krist í Grikklandi. Tími þar sem fágaðir heimsspekingar gengu um, guðirnir voru miskunarlausir og allskyns spádómar sögðu til um líf manna. Einhversstaðar á Pelópsskaga í risastórum helli hefur fjársjóður verið falinn. Fjársjóðurinn gæti verið hið goðsagnakennda skip argonautanna. Með því að nota Animus herminn og gagnbanka sem inniheldur fornar minningar, sendum við leikmenn til Grikklands til forna. Markmiðið er að finna skipið, það er að segja ef það er þá til…


Fjöldi leikmanna: 2 - 6
Spilunartími: 50 mínútur
Erfiðleikastig: Miðlungs

Spurt og svarað

Mér líður illa í VR. Er þetta fyrir mig ?

Engar áhyggjur! Flóttaleikirnir frá Ubisoft eru gerðir sérstaklega til að minnka líkurnar á “sjóveiki”. Þessi tilfinning kemur yfir leikmenn þegar leikir eru illa hannaðir og hefur Ubisoft passað vel uppá þetta. Minna en 1% leikmenna upplifa “sjóveikis” tilfinningu í flóttaleikjunum.

Ég spila ekki tölvuleikir, er þetta fyrir mig? 

Já, 100%! Þetta er ekki tölvuleikur. Þetta er einstök upplifun sem er hönnuð fyrir alla frá 10 til 82 ára. Eina sem til þarf er að geta talað, hlustað, gengið um og tekið upp hluti. Upplifanirnar sem við bjóðum uppá innihalda ekkert ofbeldi og einblína á samvinnu á milli leikmanna. Hentar vel fyrir fjölskyldur! Fullkomið fyrir fyrirtæki.

Hentar þessi upplifun sem hópefli? 

Upplifunin er gerð frá grunni fyrir hópa! Þú getur ekki sloppið út ein/n! Þið þurfið að vinna saman og allir hafa sitt hlutverk. Lykillinn að árangri er að tala, hlusta og vinna saman. Og svo auðvitað gott “High Five” í lokin!

Ég er lofthrædd/ur, er þetta fyrir mig? 

Fæturnir þínir munu alltaf snerta gólfið og þú ert 100% örugg/ur, en heilinn í þér gæti verið á annarri skoðun 😊 Upplifanirnar okkar geta verið áskorun fyrir fólk sem er mjög lofthrætt! Á sama tíma veita þær manni einstaka sigurtilfinningu þegar verkefnin eru leyst!

Verð: 3990kr á manninn.

Fyrir almennar fyrirspurnir er hægt að senda okkur línu á pantanir@smarabio.is