Jafnréttisstefna og jafnréttisáætlun Þrjúbíós

Fyrirtækið Þrjúbíó vill vera til fyrirmyndar í atvinnulífinu. Stefna okkar er að starfsfólkið sé metið á eigin forsendum, hafi jafna möguleika og sömu réttindi í starfi og til starfsframa óháð kyni, aldri og uppruna.

Megináherslur

• Konur, karlar og fólk með hlutlausa skráningu kyns í þjóðskrá fái greidd jöfn laun og búa við sömu kjör fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.
• Konur, karlar og fólk með hlutlausa skráningu kyns í þjóðskrá eiga jafna möguleika á lausum störfum, þátttöku í starfshópum og nefndum, starfsþjálfun, símenntun og endurmenntun.
• Stefnt er að jöfnu kynjahlutfalli meðal starfsmanna og að ákveðin störf flokkist ekki sem sérstök
                 karla- eða kvennastörf.
• Lögð er áhersla á að starfsmenn geti samræmt vinnu og einkalíf.
• Einelti, kynferðisleg og kynbundin áreitni og ofbeldi er ekki liðið hjá félaginu.

Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á að jafnréttisstefnu Þrjúbíós sé framfylgt. Stjórnendur og starfsfólk bera sameiginlega ábyrgð á að fylgja stefnu félagsins í jafnréttismálum.
Árangur er mældur reglulega og ráðstafanir gerðar til að lagfæra frávik frá markaðri stefnu sem fram kunna að koma.

Launajafnrétti
Við ákvörðun launa skal tryggja að einstaklingum sé ekki mismunað eftir kynferði. Konum, körlum og fólki með hlutlausa skráningu kyns í þjóðskrá skulu greidd jöfn laun og njóta sömu kjara fyrir sömu og jafnverðmæt störf. Með jöfnum launum er átt við að laun skulu ákveðin á sama hátt fyrir konur, karla og fólki með hlutlausa skráningu kyns í þjóðskrá. Skulu þau viðmið, sem lögð eru til grundvallar launaákvörðun, ekki fela í sér kynjamismunun.
Kynjajafnréttis er gætt við úthlutun hvers konar þóknana og hlunninda, beinna eða óbeinna, og njóta kynin sömu kjara hvað varðar lífeyris-, orlofs- og veikindarétt.

Kaup og kjör
Laus störf, starfsmenntun, skipanir í starfshópa  
Við ráðningar skal tryggt að umsóknir um störf séu opnar jafnt körlum, konum og fólki með hlutlausa skráningu kyns í þjóðskrá. Stjórnendur skulu tryggja að allir einstaklingar hafi sömu möguleika til endurmenntunar, símenntunar og starfsþjálfunar. Tryggja skal jafnan aðgang karla, kvenna og fólks með hlutlausa skráningu kyns í þjóðskrá að námskeiðum sem haldin eru á vegum fyrirtækisins til að auka hæfni í starfi.

Gæta skal jafnréttis hvað varðar ábyrgð og þátttöku starfsmanna í starfshópum. Við tilnefningar félagsins í nefndir/starfshópa skal að öllu jöfnu tilnefna bæði karl og konu. Hlutlægar ástæður geta leitt til þess að ekki er mögulegt að tilnefna bæði karl og konu. Þegar þannig ber undir er nauðsynlegt að skýra ástæður þess.
Hafa ber í huga að yfirmenn hverrar deildar bera hver og einn ábyrgð á tilteknum meginsviðum sem falla undir starfsemina hjá hverri deild. Við tilnefningar þarf að gæta að kunnáttu/reynslu starfsmanna og kann því að vera ógerlegt að tilnefna bæði karl og konu.


Samræming vinnu og einkalífs 
Félagið leggur áherslu á að starfsmenn geti samræmt starfsskyldur sínar og ábyrgð gagnvart fjölskyldu. Stjórnendum ber að styðja við starfsmenn þegar þeir koma til vinnu eftir foreldra- og fæðingarorlof eða fjarveru vegna fjölskylduaðstæðna. Starfsmenn njóti ákveðins sveigjanleika í störfum sínum eftir því sem við verður komið. Foreldrar eru hvattir til þess að skipta með sér fjarvistum vegna veikinda barna. 


Einelti, kynbundin og kynferðisleg áreitni og ofbeldi 
Einelti, kynferðisleg og kynbundin áreitni og ofbeldi er ekki liðið hjá félaginu. Stjórnendur og aðrir starfsmenn fylgi stefnu og viðbragðsáætlun félagsins gegn slíkri hegðun ef sú staða kemur upp. Meðvirkni annars starfsfólks er með öllu óásættanlegt.
Starfsmönnum ber að temja sér kurteisi og háttvísi í framkomu og sýna hver öðrum tilhlýðilega virðingu og jákvætt viðmót. Allir á vinnustaðnum þurfa að leggja sitt af mörkum til að fyrirbyggja neikvæða hegðun og stuðla að góðum samskiptum, starfsánægju og öruggu umhverfi. Stjórnendum ber að sýna gott fordæmi og taka á árekstrum og vandamálum sem upp kunna að koma og leiða þau til lykta í samvinnu við þá aðila sem hlut eiga að máli.


Jafnréttisstefna þessi tekur gildi 16.09.2021 og skal endurskoðuð á þriggja ára fresti. Ábyrgð á gerð og framkvæmd hennar ber framkvæmdastjóri félagsins. Jafnréttisstefnan uppfyllir kröfur laga nr. 150/2020 um gerð jafnréttisáætlunar og framkvæmdaáætlunar til að ná settum markmiðum.
Jafnréttisstefnan er aðgengileg öllum starfsmönnum sem og öðrum á heimasíðu félagsins.