Jafnlaunastefna

Smárabíó Jafnlaunastefna

Smárabíó leggur áherslu á að vera vinnustaður þar sem hver einstaklingur er metinn að verðleikum og að greidd skuli jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf óháð kyni, uppruna eða öðrum ómálefnalegum þáttum. Smárabíó tryggir jöfn tækifæri til starfsþróunar og fræðslu.

Allt starfsfólk Smárabíós skal fá greidd jöfn laun og njóta sömu starfskjara fyrir jafnverðmæt störf. Skilgreining Smárabíós á launajafnrétti styðst við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjana nr. 150/2020

Í 6. gr. Jafnréttislaga kemur eftirfarandi fram:

   - Konum, körlum og fólki með hlutlausa skráningu kyns í þjóðskrá skulu greidd jöfn laun og njóta sömu kjara fyrir sömu eða jafn verðmæt störf.

   - Með jöfnum launum er átt við að laun skulu ákveðin á sama hátt fyrir fólk óháð kyni. Skulu þau viðmið sem lögð eru til grundvallar launaákvörðun ekki fela í sér kynjamismunun.

   - Starfsfólki skal ávallt heimilt að skýra frá launakjörum sínum ef það kýs að gera svo.

Sjá meira