Verðskrá


Upplýsingar varðandi miðakaup á netinu

Þegar miðar í Háskólabíó eru keyptir á netinu þá fær viðskiptavinur tölvupóst með miðunum á það netfang sem var gefið upp við kaupin. Miðinn innihledur QR kóða sem er síðan skannaður inn við innganginn.

Til að nýta sér öryrkja- eða eldriborgara afslátt þarf að kaupa miða hjá starfsmanni og sýna viðeigandi skilríki.

 
ATH. Fjölskyldupakkinn gildir eingöngu á myndir sem eru leyfðar öllum aldurshópum.
Barnamiðar eru ekki seldir á myndir sem eru bannaðar innan 12 ára eða eldri.
Minnum á að Háskólabíó er hlélaust bíó með sætavali.
 
Opnunartími
17:20 á virkum dögum
Fer eftir sýningartímum mynda. Opnum 30 mín fyrir fyrstu sýningu. Annaðhvort 15:00 eða 17:30 um helgar.
 
Farðu í bíó fyrir Aukakrónur
Háskólabíó er í samstarfi við Aukakrónur. Þú getur því greitt með Aukakrónum fyrir bíómiða og veitingar í veitingasölu. Jafnframt safnar þú Aukakrónum þegar þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum en bíóin veita 5% afslátt í formi Aukakróna.
 
Námukort
Landsbankinn býður handhöfum Námukortsins 2 fyrir 1 frá mánudögum til fimmtudaga í Háskólabíói. Greiða þarf með kortinu og eingöngu hægt að fá miða fyrir tvo einstaklinga hverju sinni. Gildir ekki á íslenskar myndir né með öðrum tilboðum og reiknast frá almennu miðaverði.
 
Bláa kortið
Arion banki býður handhöfum Bláakortsins 25% afslátt alla daga í Háskólabíói á allar sýningar. Greiða þarf með kortinu og eingöngu hægt að fá miða fyrir tvo einstaklinga hverju sinni. Gildir ekki með öðrum tilboðum og reiknast frá almennu miðaverði.
 
Nova 2fyrir1
Nova býður öllum viðskiptavinum sínum 2f1 í bíó alla mánudaga og fimmtudaga með því að ná í sms í gegnum Nova appið eða á heimasíðu þeirra www.nova.is. Ekki er hægt að greiða Nova 2f1 með gjafabréfi eða boðsmiða.
 
Þriðjudagstilboð
Gildir ekki á Íslenskar myndir né með öðrum tilboðum.