Kvikmyndin A Man Called Otto, sem byggð er á metsölubókinni Maður sem heitir Ove, segir sögu Otto Anderson (Tom Hanks), fúllynds manns á eftirlaunum sem sér ekki lengur tilgang í lífi sínu eftir að konan hans fellur frá. Otto er tilbúinn að binda enda á þetta allt en áætlanir hans truflast þegar lífleg ung fjölskylda flytur inn í næsta hús sem leiðir til ólíklegrar vináttu sem snýr veröld hans við.