99 mín |
Aldurstakmark
12
Leikstjóri: Ulaa Salim
Leikarar: Halldóra Geirharðsdóttir, Simon Sears, Ari Alexander, Pálmi Gestsson, Nanna Öland Fabricius
Dansk-íslenska kvikmyndin For evigt fjallar um Elías, ungan loftslagsvísindamann sem verður ástfanginn af Anítu, upprennandi söngkonu. Þegar Elías býðst að taka þátt í hættulegum rannsóknarleiðangri að kanna dularfulla sprungu á hafsbotninum við Íslandsstrendur velur hann framann umfram ástina. Í leiðangrinum, árum síðar, fær Elías sýn um hvernig líf hans gæti verið hefði hann tekið aðrar ákvarðanir og verður heltekinn af því að endurheimta sitt gamla líf og ástina.
Myndin var tilnefnd sem besta norræna kvikmyndin á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg 2024. Ulaa Salim, leikstjóri myndarinnar, gerði áður Sons of Denmark sem var gríðarlega vel tekið um allan heim. Pálmi Gestsson og Halldóra Geirharðsdóttir fara með hlutverk í myndinni og tónskáldið Valgeir Sigurðsson sér um tónlistina.
Lesa meira
Dansk-íslenska kvikmyndin For evigt fjallar um Elías, ungan loftslagsvísindamann sem verður ástfanginn af Anítu, upprennandi söngkonu. Þegar Elías býðst að taka þátt í hættulegum rannsóknarleiðangri að kanna dularfulla sprungu á hafsbotninum við Íslandsstrendur velur hann framann umfram ástina. Í leiðangrinum, árum síðar, fær Elías sýn um hvernig líf hans gæti verið hefði hann tekið aðrar ákvarðanir og verður heltekinn af því að endurheimta sitt gamla líf og ástina.
Myndin var tilnefnd sem besta norræna kvikmyndin á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg 2024. Ulaa Salim, leikstjóri myndarinnar, gerði áður Sons of Denmark sem var gríðarlega vel tekið um allan heim. Pálmi Gestsson og Halldóra Geirharðsdóttir fara með hlutverk í myndinni og tónskáldið Valgeir Sigurðsson sér um tónlistina.