I Am Zlatan er ótrúleg sönn saga af heimsfrægu fótboltahetjunni Zlatan Ibrahimovic. Zlatan er fæddur í Svíþjóð en er sonur innflytjenda frá Balkan löndunum. Hann verður fyrir miklu mótlæti á ungum aldri en finnur hjálpræði í fótbolta þar sem hann uppgötvar hratt ótrúlega hæfileika sína.
Foreldrabíó er bíóupplifun sem er sérsniðin að foreldrum í fæðingarorlofi sem vilja mæta með ungabörnin sín og njóta þess að horfa á nýjustu kvikmyndirnar á hvíta tjaldinu. Ömmur og afar eru einnig velkomin!
Í foreldrabíói lækkum við hljóðið og dimmum ljósin svo ungviðið geti sofið og foreldrar séð til þegar þarf að sinna krílunum. Við bjóðum einnig upp á skiptiaðstöðu fyrir ungabörnin.