95 mín |
Aldurstakmark
L
Leikstjóri: Tim Hill
Leikarar: James Marsden, Elizabeth Perkins
Nú endursýnum við skemmtilegu páskamyndina Hopp með íslensku tali.
Hop segir frá Fred, atvinnulausum slugsara. Einn daginn þegar hann er annars hugar úti að keyra verður hann fyrir því óláni að keyra á og slasa páskakanínuna. Nú verður Fred að taka á honum stóra sínum og sjá til þess að Páskakanínan jafni sig til þess að koma í veg fyrir brostin hjörtu barna um allan heim. Fred áttar sig fljótt á því að það að hjúkra Páskakanínunni verður ekki auðvelt verk þar sem hún er versti gestur sem hugsast getur. En með aðstoð hvort annars geta þessir nýju "vinir" tekist á við hin ólíklegustu mál. Frá sjónarhóli Páskakanínunar þá lítur söguþráðurinn svona út: E.B. er ungur sonur páskakanínunnar og því páskakanína sjálfur. Hann hefur samt lítinn sem engan áhuga á þeim skylduverkefnum sem hvíla á herðum hans heldur vill hann miklu frekar spila á trommur allan liðlangan daginn. Hann dreymir nefnilega um að ganga í hljómsveit og verða fræg tónlistarkanína. Við þetta er faðir hans engan vegin sáttur og er ekkert að fela það fyrir syni sínum. Svo fer að E.B. ákveður að strjúka að heimann og fara bara sjálfur til Hollywood að freista gæfunnar. En E.B. kemst fljótlega að því að lífið í Hollywood er ekki sá dans á rósum sem hann hélt. En lukkan er hans megin þegar hann hittir fyrir mann að nafni Fred sem, eftir að hafa komist yfir undrunina sem fylgir því yfirleitt að hitta talandi páskakanínu, skýtur yfir hann skjólshúsi. Á sama tíma hefur faðir E.B. uppgötvað strok hans og ákveður að senda sínar bestu kanínur upp á yfirborðið til að ná í strákinn hvað sem það kann annars að kosta ...
Lesa meira
Nú endursýnum við skemmtilegu páskamyndina Hopp með íslensku tali.
Hop segir frá Fred, atvinnulausum slugsara. Einn daginn þegar hann er annars hugar úti að keyra verður hann fyrir því óláni að keyra á og slasa páskakanínuna. Nú verður Fred að taka á honum stóra sínum og sjá til þess að Páskakanínan jafni sig til þess að koma í veg fyrir brostin hjörtu barna um allan heim. Fred áttar sig fljótt á því að það að hjúkra Páskakanínunni verður ekki auðvelt verk þar sem hún er versti gestur sem hugsast getur. En með aðstoð hvort annars geta þessir nýju "vinir" tekist á við hin ólíklegustu mál. Frá sjónarhóli Páskakanínunar þá lítur söguþráðurinn svona út: E.B. er ungur sonur páskakanínunnar og því páskakanína sjálfur. Hann hefur samt lítinn sem engan áhuga á þeim skylduverkefnum sem hvíla á herðum hans heldur vill hann miklu frekar spila á trommur allan liðlangan daginn. Hann dreymir nefnilega um að ganga í hljómsveit og verða fræg tónlistarkanína. Við þetta er faðir hans engan vegin sáttur og er ekkert að fela það fyrir syni sínum. Svo fer að E.B. ákveður að strjúka að heimann og fara bara sjálfur til Hollywood að freista gæfunnar. En E.B. kemst fljótlega að því að lífið í Hollywood er ekki sá dans á rósum sem hann hélt. En lukkan er hans megin þegar hann hittir fyrir mann að nafni Fred sem, eftir að hafa komist yfir undrunina sem fylgir því yfirleitt að hitta talandi páskakanínu, skýtur yfir hann skjólshúsi. Á sama tíma hefur faðir E.B. uppgötvað strok hans og ákveður að senda sínar bestu kanínur upp á yfirborðið til að ná í strákinn hvað sem það kann annars að kosta ...