Væntanlegt í
Smárabíó
Væntanlegt í
Smárabíó
Laufey þarf vart að kynna fyrir Íslendingum. Hin 25 ára Grammí vinningshafi semur undursamleg lög “inspireruð” af jazz og klassískri tónlist.
Hennar rómantíska nálgun á tónlist hefur heldur betur hrifið heiminn með sér og heldur hún hvern uppselda viðburðinn á fætur öðrum. Út í heimi er hún þegar komin með sinn eiginn aðdáendahóp sem kalla sig “Lauvers”.
Myndin Laufey’s A Night at the Symphony: Hollywood Bowl var tekin upp í Los Angeles. Leikstjóri myndarinnar Sam Wrench, er sá sami og færði okkur Taylor Swift Eras Tour. Hér er á ferðinni einstakt kvöld með Laufey á hvíta tjaldinu þar sem hún flytur töfrandi tóna undir berum himni ásamt Sinfoníuhljómsveit/Strengjasveit Los Angeles. Tónleikarnir fara fram á hinum goðsagnakenda tónleikastað Hollywood Bowl, þar sem Ella Fitzgerald og fleiri “idol” Laufeyjar hafa komið fram á.
Í myndinni er skyggnst á bakvið tjöldin og út frá því má segja að Laufey hafi verið fædd til að spila á “the Hollywood Bowl”.