Gott að vita

 
Algengar spurningar og svör
 
Ég fékk ekki miðann minn sendan í tölvupósti
- Endilega kíktu í ruslhólfið þitt! Ef þú finnur ekki miðann þar máttu gjarnan hafa samband.
- Ef þú ert með bókunarnúmer getur þú sett númerið í sjálfsala hjá okkur þegar þú mætir og þá prentast miðinn/miðarnir út. Einnig er hægt að prenta miðann/miðana út í miðasölunni.
 
Get ég fengið miðann minn endurgreiddan?
- Hægt er að fá miðann endurgreiddan áður en sýning hefst með því að senda tölvupóst á smarabio@smarabio.is með bókunarnúmeri og símanúmeri frá kl. 9:00-16:30 á virkum dögum.
- Um helgar og eftir kl. 16:30 þarf að hafa samband við miðasölu í síma 5640000 
- Ekki er hægt að fá miða endurgreiddann eftir að sýning hefst
 
Hvernig nota ég gjafabréfið mitt?
- Þú getur notað gjafabréfið þitt á netinu, í Bíóklúbbsappinu eða í sjálfsala hjá okkur!
- Til að nota gjafabréf á netinu velur þú "Strikamerki/Nova 2f1" í fyrsta þrepinu slærð inn númerið á gjafabréfinu og ýtir síðan á "+ bæta við"
- Ef þú ert með fleiri en eitt gjafabréf slærð þú inn númerið á næsta gjafabréfi og ýtir aftur á "+ bæta við"
- Ath ekki haka við almennan miða - heldur velur þú strax "Strikamerki/Nova 2f1"
 
Hvernig nota ég Nova 2f1 tilboðið?
- Til að nota Nova 2f1 tilboðið á netinu velur þú "Strikamerki/Nova 2f1" í fyrsta þrepinu, slærð inn Nova kóðann og ýtir síðan á "+"
- Ath ekki haka við almennan miða - heldur velur þú strax "Strikamerki/Nova 2f1"
 
Hvernig nýti ég öryrkja eða eldri borgara afslátt?
- Hægt er að nýta öryrkja og eldri borgara afsláttinn hjá okkur á staðnum 
- Ekki er hægt að nýta afsláttinn á netinu þar sem það þarf að framvísa skilríkjum á staðnum
- Öryrkja og eldri borgara afsláttur gildir ekki í Lúxussal
 
Algengar spurningar og svör um afmæli
Hérna eru atriði sem gott er að hafa í huga ef þú heldur uppá afmæli í Smára- eða Háskólabíói!
 
Almennt
- Mælt er með því að mæta 5 til 10 mínútum áður en afmælisgestir mæta til þess að hafa tíma til að koma sér fyrir á afmælissvæði og tala við þann starfsmann sem sér um afmælið.
- Öll afmælisbörn fá afmælisgjöf, þótt það séu 2 eða fleiri að halda saman.
- Aðeins er greitt fyrir þann fjölda sem mætir.
- Lágmark þarf að greiða fyrir 10 manns. 
 
Afmæli með pizzu
- Utanaðkomandi veitingar eru ekki leyfðar fyrir utan kökur.
- Borðbúnaður fylgir með þegar bókað er afmæli með pizzu, borðbúnaðurinn sem fylgir er eftirfarandi: skeiðar, diskar, glös, servíettur.
- Reiknað er með 2 pizzusneiðum á mann. 
- Ef mikil forföll verða þarf að greiða fyrir auka pizzur.
 
Lasertagafmæli
- Gott er að hafa nafnalista yfir afmælisgesti meðferðis, það flýtir fyrir skráningu í lasertaginu.
- Lasertagið tekur allt að 20 manns í einu og hver leikur tekur 11 mínútur nema um annað sé samið.
 
Leikjaafmæli og leikjaviðbót
- Skila þarf öllum leikjakortum til starfsmanns eftir að tíminn rennur út.
- Allar tegundir af leikjakortum virka í öll tækin en aðeins einu sinni í Virtual Rabbits.
- Leikjaafmæli eru einungis í boði á virkum dögum.
 
Skilmálar barnaafmælis
- Bíósýningar eru almennar sýningar og því almennur sýningartími.
- Foreldrar og forráðamenn bera fulla ábyrgð á börnunum og eru vinsamlegast beðin um að virða aðra gesti bíósins.
- Ráðlagt er að einn foreldri/forráðamaður hafi umsjón með 5-7 börnum, 12 ára og yngri.
- Ekki er heimilt að skilja börnin ein eftir inni í sal.
- Gestir eru á eigin ábyrgð að koma sér í salinn.
- Einungis er hægt að bóka afmælissvæði þegar bókað er afmæli með pizzum frá okkur.
- Ekki er leyfilegt að mæta með utanaðkomandi veitingar nema bókað sé afmælissvæði s.s. afmæli með pizzum frá  okkur.
- Í Smárabíói og Háskólabíói eru tekin frá sæti vegna sætavals. 
- Borgað er fyrir þá forráðamenn sem sitja sýningu.
 
 

Smelltu hér til að prenta út afmælisboðskort