Um Smárabíó

Smáralind 200 Kópavogur
smarabio@smarabio.is 
Sími 564 0000

Opnunartímar

15:00 á virkum dögum
12:30 um helgar

Eina kvikmyndahús landsins með Laser í alla sali og Dolby Atmos

Okkar takmark er skýrt; að bjóða gestum upp á hámarksgæði í öllum sölum og bestu skemmtunina.
Smárabíó rúmar um 1.000 manns í sæti í fimm sölum en í öllum sölum er fullkomin stafræn tækni ásamt laser myndægði frá Barco í öllum sölum. Smárabíó MAX – stærsti salur bíósins skartar Dolby Atmos hljóðkerfi, sem er eitt það besta í boði í heiminum í dag.

Skemmtisvæði Smárabíó býður upp á hágæða afþreyingu þar sem hægt er að fara í lasertag, karaoke, leiktækjasal og VR sýndurveruleika. Lasertag í Smárabíó er eitt það nýjasta sinnar tegundar og salurinn er á tveimur hæðum svo hann hentar jafnt ungum sem öldnum. Byssurnar okkar gefa frá sér ljós, hægt er að hitta 7 staði á andstæðingnum til að fá stig og klukkurnar í loftinu geta hitt þig líka ef þú varar þig ekki á þeim!
Gott aðgengi er fyrir hjólastóla í öllum sölum.

Opnunartímar:
15:00 á virkum dögum
12:30 um helgar

Smárabíó er stöðugt að vinna að því að gera bíoið betra og að gera alla sýna starfsemi sem umhverfisvæna.
t.d. erum við papparör, pappa Nashos pakka, flokkum allt rusl og fl. 


Gildin okkar

Snerpa. Við höfum skýra stenfu, þor til ákvarðana og erum árangursdrifin.
Ástríða. Við njótum þess sem við gerum það finnst og sést.
Leiðandi. Við erum í fyrsta sæti á okkar sviði því þínar kröfur eru í fyrsta sæti hjá okkur. 

Lúxussalurinn í Smárabíói er með mestu þægindin.

Smárabíó Max er með bestu tæknina. 

Ráðstefnur eru gjarnan haldnar í Smárabíói við góðar undirtektir.


Miðakaup

Hægt er að kaupa miða í miðasölu bíóhúsanna, á netinu og í sjálfsölum. Sjálfsalarnir er nýjung fyrir bíóhúsin þar sem þú getur flýtt fyrir þér með því að kaupa bæði miða og tilboð af veitingum. Þegar greitt hefur verið fyrir miðann og/eða veitingarnar kemur upp inneignarmiði sem veitir þér aðgang í flýtileið í veitingasölunni. Í flýtileiðinni er einungis hægt að nálgast vörur sem keyptar voru í sjálfsölum og því er ekki hægt að bæta öðrum vörum við.